Nýtt í Wagtail 4.2

Í wagtail 4.2 eru betrumbætur á virkni sem var áður bætt við í Wagtail 4.1 og 4.0.

Öflugri snifsi

Með áframhaldandi breytingum sem að voru kynntar í síðustu útgáfu eru snifsi komin með tvo nýja eiginleika hliðstæðir eiginleikum síðna:

  • Læsing - til þess að hindra aðra notendur í því að eiga við og breyta snifsi.
  • Vinnuflæði – til þess að byggja upp vinnuferla þegar efni er yfirfarið á síðunni þinni.

Haka í mörg box

Hægt er að haka í mörg box á sama tíma ef síðan er stillt þannig þegar vefsíðan þín er forrituð. Þetta skjáskot sýnir dæmi þar sem valmynd í „Person" leyfir okkur að velja marga höfunda á blogg færslu í einu:

Multiple chooser panel for persons, with four items selectable

Stækkanlegur hliðarfleki

Til þess að nýta plássið sem best getur þú núna stækkað og minnkað hliðarflekann með því að smella á „grip" hnappinn og draga flekann í þá stærð sem hentar þér. Hérna er dæmi af forskoðunarflekanum.

Innbyggður aðgengis skoðari

Wagtail bíður upp á innbyggðann aðgengis skoðara sem má finna í aðgengisstikunni. Skoðarinn hjálpar höfundum efnis að hafa betra aðgengi að síðunni sinni í samræmi við WCAG staðalinn (Web Content Accessibility Guidelines).

Accessibility checker showing one error with a heading hierarchy issue

Skoðarinn fylgir eftirfarandi reglum, þessar reglur eru með þeim algengustu og alvarlegustu sem eru brotnar af ritstjórum sem nota Wagtail:

  • empty-heading: Þessi regla athugar hvort að fyrirsagnir séu tómar. Tómar fyrirsagnir eru villandi fyrir skjálesara og ætti að forðast eftir fremsta megni.
  • p-as-heading: Þessi regla athugar hvort að meginmál sé notað í stað fyrirsagna. Meginmál ætti ekki að vera notað í stað fyrirsagna þar sem það getur verið villandi fyrir notendur sem treysta á fyrirsagnir til þess að vafra í gegn um efni.
  • heading-order: Þessi regla athugar hvort að fyrirsagnir séu í rangri röð. Fyrirsögnum ætti að vera raðað upp á rökréttann og samkvæman hátt, aðal fyrirsögnin (h1) og eftir henni koma undirfyrirsagnir (h2, h3, o.s.frv).

Betrumbætur á textareitum (e. rich text)

Eftir endurgjöf frá notendum Wagtail á betrumbætum textareita í Wagtail 4.0 höfum við haldið áfram og gert hann enn betri til þess að aðlaga að mismunandi notkun.

  • Notendur geta nú valið milli þess hafa verkfærastikuna „fljótandi" eða að festa hana efst. Þessi verkfærastika sýnir alla sniðvalkosti.
  • Skástrikið '/', skipanaflekinn og blokkaplokkarinn (e. block picker), sýnir nú alla sniðvalkosti texta fyrir utan stíla.
  • Skástrikið '/' er nú alltaf til taks sama hvar músin þín er stödd til þess að bæta við efni hvar sem er í textanum, breyta núverandi efni og skipta upp StreamField blokkum í miðri efnigrein þegar þarf á að halda.
  • Blokkaplokkarinn sýnir núna tvo dálka svo að fleiri valkostir birtist þér án þess að þurfa að skruna.