Wagtail viðmót

Wagtail viðmót er skjár í Wagtail kerfinu sem gerir þér kleift að stjórna ýmsum tegundum af efni. Hér á eftir eru nokkur viðmót sem eru til staðar í Wagtail vefumsjónarkerfinu:

Stjórnendaviðmót

Stjórnendaviðmótið er yfirheiti á öllu Wagtail vefumsjónarkerfinu, en í því er hægt að hafa stjórn á öllu efni. Þetta viðmót felur í sér allt sem þarf til þess að bæta við efni eins og texta, myndum, skjölum og snifsum. Þú getur einnig framkvæmt aðrar aðgerðir sem krefjast ekki forritunarþekkingar, hvort sem þú ert ritstjóri eða stjórnandi Wagtail vefsíðu.

Myndaumsjónarkerfið

Myndaumsjónarkerfið má finna í valmyndinni til vinstri undir Myndir. Í myndumsjónarkerfinu getur þú unnið með með myndir, bætt við, breytt og eytt myndum úr vefumsjónarkerfinu og merkt með stikkorðum. Einnig er hægt að breyta gögnum sem tengjast myndaskrám og flokkað myndirnar eftir stafrófsröð, stærð og dagsetningu sem þeim var hlaðið upp.

Skráastjórinn

Skráastjórinn má finna í valmyndinni til vinstri undir Skrár. Skráastjórinn gerir þér kleift að vinna með skrárnar þínar, svo sem að bæta við og eyða skrám, leita að skrám, síað niðurstöður eftir söfnum og gert sömu aðgerðina á mörg skjöl í einu með því að nota hökin vinstra megin við hverja skrá.

Snifsi

Í gegnum þetta viðmót getur þú stjórnað og unnið með snifsi.

Snifsi gera þér kleift að búa til einingar fyrir vefsíðu einu sinni og nota á mörgum stöðum. Snifsi má finna í valmyndinni til vinstri undir Snifsi. Skoðaðu kaflann Vinna með snifsi úr Wagtail handbókinni til þess læra meira um snifsi.

Söfn

Söfn má finna í valmyndinni til vinstri undir Stillingar -> Söfn. Mikilvægt er að skilja hvað söfn eru og hvernig þau eru notuð. Söfn gera þér kleift að stjórna aðgengi að ákveðnu setti af myndum og skjölum. Einnig er hægt að flokka saman tengt efni (myndir eða skjöl).

Tilvísanir

Tilvísanir má finna í valmyndinni til vinstri undir Stillingar -> Tilvísanir. Tilvísun passar upp á að þegar síða er ekki lengur til (skilar 404 villu) munu notendur og leitarvélar rata á nýja vefslóð. Þannig mun notandinn ekki enda á villusíðu eftir að hafa fylgt eldri leitarniðurstöðu.

Notendaviðmót

Wagtail gerir þér kleift að leyfa mörgum notendum að stjórna efni á síðunni þinni í gegnum stjórnendaviðmótið. Notendur geta framkvæmt aðgerðir samtímis inn á stjórnendaviðmótinu en hlutverk hvers notenda stýrir því hverskonar aðgerðir þeir geta framkvæmt.

Notendur má finna í valmyndinni til vinstri undir Stillingar -> Notendur . Þar getur þú unnið með og stýrt aðgangi notenda. Þar er hægt að sjá allar helstu upplýsingar um notendur síðunnar, svo sem notendanafn, hlutverk og stöðu. Einnig er hægt að flokka notendur eftir nafni eða notendanafni.

Vinnuflæði

Vinnuflæði gefa þér kost á að stýra því hvernig yfirlestur og samþykktarferli virka á vefnum þínum. Vinnuflæði má finna í valmyndinni til vinstri undir Stillingar -> Vinnuflæði . Þaðan getur þú bætt við og breytt vinnuflæði.

Skoðaðu kaflann Vinna með vinnuflæði úr Wagtail handbókinni til þess læra meira um vinnuflæði.

Skref vinnuflæðis

Undir skref vinnuflæðis getur þú stillt og stjórnað skrefum í vinnuflæði. Hægt er að bæta við og breyta skrefum í vinnuflæði og valið hvaða vinnuflæði þau tilheyra.

Skref vinnuflæðis má finna í valmyndinni til vinstri undir Stillingar -> Skref vinnuflæðis. Skoðaðu kaflann Vinna með vinnuflæði úr Wagtail handbókinni til þess læra meira um skref vinnuflæðis.

Breyta efni

Takki sem stendur á „Breyta" opnar breytingaviðmótskjá. Takkann má finna allstaðar í kerfinu þar sem hægt er að breyta hlutum svo sem síðum, myndum, snifsum, skrám o.s.fv.