Dökkt Ljóst

Skýrslur

Skýrslur geyma lista af síðum sem að passa við ákveðin leitarskilyrði. Þessir listar gefa yfirsýn yfir mismunandi aðgerðir á síðunni þinni. Til dæmis getur þú séð aðgerðarsögu síðna á vefsíðunni sem hafa annars vegar hafa verið búnar til og hins vegar verið birtar á vefnum. Þá getur þú einnig séð hvaða notandi í vefumsjónarkerfinu bjó til síðu sem drög, sent inn til samþykkis stjórnanda, birt eða eytt.

Sjálfgefnar stillingar Wagtail veitir notendum skýrslur um Lokaðar síður, Vinnuflæði, Skref vinnuflæðis, Sögu síðu og Elstu síður. Ef notandi þinn er með hlutverk sem gefur þér réttindi að þessum hluta vefumsjónarkefisins getur þú skoðað þessar skýrslur með því að smella á Skýrslur á valmyndinni til vinstri. Þú getur einnig sótt skýrslurnar sem skjal fyrir töflureikni (t.d. Exel).

Vegna þess að Wagtail er mjög sveigjanlegt, sem gerir okkur kleift að sérsníða lausnir, er mögulegt að stillingar fyrir skýrslur á þinni vefsíðu séu ekki þær sömu og sjálfgefnu stillingarnar. Ef svo er, hafðu samband við forritarana vefsíðunnar þinnar til að fá frekari upplýsingar.

Læstar síður

Læstar síður er ein af sjálfgefnu skýrslunum í Vefumsjónarkerfinu. Þessi skýrsla heldur utan um lista af læstum síðan innan þinnar vefsíðu. Þar getur þú einnig séð hvenær síðunum var læst, dagsetningu og tíma.

Einungis notendur með hlutverk sem gefur þeim aðgengi, oftast stjórnendur, geta opnað þennan lista.

Vinnuflæði

Vinnuflæði er önnur sjálfgefin skýrsla í Vefumsjónarkerfinu. Í þessari skýrslu getur þú séð alla sögu vinnuflæða. Skýrslan sýnir þér lista af öllum vinnuflæðum sem hafa verið sendar til samþykktar stjórnanda, samþykkt vinnuflæði og vinnuflæði sem eru ekki í notkun. Einnig eru upplýsingar varðandi tíma og dagsetningu aðgerða hvers notanda.

Ólíkt skýrslu læstra síðna þarf ekki hlutverk stjóranda til þess að nálgast skýrslu um vinnuflæði.

Skref vinnuflæðis

Skýrsla um skref vinnuflæðis heldur utan um sögu aðgerða sem tengjast skrefum vinnuflæðis. Skýrslan sýnir lista af skrefum vinnuflæðis sem að eru í vinnslu, samþykkt og ekki í notkun. Einnig eru upplýsingar varðandi tíma og dagsetningu aðgerða hvers notanda.

Líkt og í skýrslu vinnuflæðis þarf ekki hlutverk stjórnanda til að nálgast skýrslu um skref vinnuflæðis.

Saga síðu

Skýrsla sögu síðna heldur utan um alla sögu aðgerða sem hafa verið framkvæmdar á Wagtail vefsíðunni þinni í gegnum vefumsjónarkefið. Þessar aðgerðir innihalda, en takmarkast ekki við, eftirfarandi:

  • Búa til, birta, fjarlægja, afrita, spegla og eyða síðum.
  • Vista síður sem drög.
  • Læsa og aflæsa síðum.
  • Búa til og breyta tilvísunum.

Eldri síður

Eldri síður geymir lista af öllum síðum vefsíðunnar frá þeirri elstu til þeirrar yngstu. Þetta hjálpar þeim sem vinna að síðunni að sjá hvaða síður þarf að uppfæra.