Dökkt Ljóst

Síður

Þú getur notað Wagtail Síður til þess að skipuleggja efni á vefsíðunni þinni. Dæmigerðar vefsíður eru oftast með nokkrar undirsíður. Það á einnig við um Wagtail Síður. Wagtail síður geta verið með undirsíður sem geta sömuleiðis verið með undirsíður.

Einnig er mögulegt að ein Wagtail síða innihaldi efni heillar vefsíðu en þó er það ekki algengt.

Uppbygging Wagtail síðu

Uppbygging Wagtail vefsíðu líkist helst tré. Efst á trénu er rótarsíðan og greinarnar fyrir neðan hana eru undirsíðurnar. Við getum ímyndað okkur vefsíðu bakarís. Síðan með orðunum „Velkomin í Bakarí Wagtail", er rótarsíðan en síður á borð við Brauðið, Um okkur, Bloggið o.s.frv. koma beint fyrir neðan hana.

The page explorer with the home page highlighted

Tengsl milli Wagtail síðna

Þegar vefsíða fær efni sitt frá mörgum Wagtail síðum gefur það til kynna að séu tengsl milli þessara síðna. Wagtail síða getur haft fleiri en eina undirsíðu. Tökum vefsíðu bakarísins aftur til dæmis. Í stjórnendaviðmótinu myndum við smella á Síður frá valmyndinni til vinstri þá stækkar valmyndin og sýnir þér síðuna „Velkomin í Bakarí Wagtail", sem að er yfirsíðan. Þegar smellt er á hana fengir þú upp yfirlit undirsíðna hennar.

Tegundir síðna

Hægt er að vera með mismunandi tegundir af síðum í stjórnendaviðmótinu. Forritarar sem setja upp síðuna stilla einnig upp þeim síðum sem henta þinni vefsíðu.

Mismunandi tegundir af síðum gerir þér kleift að stilla upp síðunni á þann hátt sem hentar þér. Þú getur valið tegund af síðu þegar þú býrð þær til.

Tegund yfirsíðu getur verið breytileg, það fer eftir því hvaða undirsíður hún er með. Til dæmis í stjórnendaviðmóti Bakarís vefsíðunnar, sem við töluðum um hér að ofan, þá er tegund „Velkomin í Bakarí Wagtail" síðunnar Forsíða. Undirsíðan Brauðið er af tegundinni Brauð skrá og Bloggið af tegundinni Bloggfærslur o.s.frv.