Dökkt Ljóst

Nýtt í Wagtail 5.2

👉 Ertu með athugasemdir varðandi þessa síðu, handbókina eða Wagtail? Endilega láttu okkur vita í gegnum Nýtt í Wagtail 5.2 athugasemda eyðublaðið.


Hérna eru meginpunktar Wagtail 5.2. Fyrir frekar upplýsingar skoðaðu allt í v5.2 útgáfuskjölunum.

Endurhönnun síðu valmyndarskjás

Valmynd síðna hefur verið endurhönnuð og leitin betrumbætt. Hérna er dæmi af nýja viðmótinu:

v5.2 redesigned pages listing

Þetta styður leit að ákveðnum síðum innan ákveðins hluta síðunnar og finnur samsvörum í öllum undirhlutum:

v5.2 pages listing with search

Betrumbætingar á notendaviðmóti

Nokkrar lagfæringar hafa verið gerðar á stjórnendaviðmótinu sem við vonum að geri notendum auðveldara fyrir.

 • Sýna fyrsta útgáfudag innan verkfærastiku undir staða síðu á valmyndinni til hægri.
 • Smá-kortið birtist ekki ef það eru engir hlekkir að efnisköflum
 • Nota takka með flettiglugga á listum
 • Tökkum til að bera saman vinnuflæði bætt við
 • Betrumbætur á hönnun „brauðmylsnu"
 • Stuðningur fyrir Shift+Click í sendingu eyðublaðs og einföldum þýðingum
 • Betrumbætingar á síun fyrir endurskoðunarskrár og notenda réttindi

Hérna er skjáskot af takkanum þar sem þú getur borið saman vinnuflæði

v5.2 compare buttons highlighted in red on dashboard

Mæla með leitarniðurstöðum getur núna notað utan að komandi vefslóðir með sérskrifuðum texta í staðinn fyrir að hlekkirnir leiði notendur á síðu innan Wagtail. Þetta gerir auðveldara að stjórna leitarniðurstöðum í gegnum margar vefsíður.

v5.2 promoted search results external links

Stuðningur til að setja inn titil og meginmál fyrir tölvupósthlekki innan val hlekks:

v5.2 email subject body fields in link chooser modal

Vefsértækar endubætur

Eftirfarandi eru hápunktar sem krefjast vefsértækrar stillinga. Þó að við gerum ráð fyrir að þeir muni bæta vinnuflæði ritstjóra þá þarf að setja þá upp miðað við þarfir síðunnar og eru mögulega ekki sýnilegar á vefsíðunni þinni.

Wagtail notendaviðmót viðbætur með Stimulus

Wagtail styður nú Sérsniðarlausnir stjórnendaviðmótsins með Stimulus. Við búumst við því að þetta muni auðvelda stjórnenda vefsíðunnar til muna að sérsníða stjórnendaviðmótið að þörfum verkefnisins.

Efnisstjórnunareiginleikar sem ná lengra en til síðna

Eftirfarandi eru nýlegar betrumbætur á snifsum, eftirfarandi efnisstjórnunareiginlegargeta núna verið settar upp á handahófskenndann hátt í vefumsjónarkerfinu, frekar en einungis í síðum/snifsum:

 • Sía og sækja gögn á listum og aðlögun list_display, list_filter, list_export, list_per_page, ordering.
 • Sérstæð notkun, skoðun og saga á handahófskenndu efni
 • „Brauðmylsna" í stjórnendaviðmótinu
 • Sérsníddir takkar í listum

Hérna er dæmi um notkun, sögu og „brauðmylsnum" sem er hægt að nota fyrir snifsi og verða til notkunar fyrir handahófskennt efni þegar það hefur verið stillt.

v5.2 snippets editing interface