Dökkt Ljóst

Vinna með notendur og aðgangsstýringar

Algengt verkefni fyrir stjórnanda er að bæta við, breyta eða fjarlægja notendur.

Þetta er gert í gegnum 'Notendur' valmyndina sem er undir Stillingar í aðal valmyndinni vinstra megin á skjánum.

Í þessu viðmóti sérðu alla notendur, aðgang þeirra eða hlutverk, og stöðu þeirra (virkir eða óvirkir).

Þú getur raðað þessum lista eftir nafni eða notandanafni.

The users’ listing, with search and a CTA to add users. This shows three rows with users Olivia Ava, Admin User, and Muddy Waters

Veldu einn eða fleiri notendur með hakreitnum vinstra megin við hverja röð til þess að nota magn aðgerðir í stiku sem birtist neðst á skjánum fyrir valda notendur.

Þegar þú smellir á nafn notanda ferð þú yfir á síðu með nánari upplýsingum um þann notanda. Þar getur þú breytt upplýsingum um þann notanda.

Athugasemd

Það er hægt að breyta lykilorðum notenda í þessu viðmóti, en það er þess virði að hvetja notendur til að nota 'Gleymt lykilorð' á innskráningarsíðunni. Þetta getur sparað þér mikinn tíma!

Smelltu á 'Hlutverk' flipann til þess að breyta því hvaða réttindi notandinn hefur. Stöðluð Wagtail uppsetning er með þrjú hlutverk:

  • Editor / Skrifaðgangur
    • Getur búið til og skoðað drög:
    • Getur sett síðu í loftið: Nei
    • Getur farið í stillingar: Nei
  • Ritstjóri / Moderator:
    • Getur búið til og skoðað drög:
    • Getur sett síðu í loftið:
    • Getur farið í stillingar: Nei
  • Stjórnandi
    • Getur búið til og skoðað drög:
    • Getur sett síðu í loftið:
    • Getur farið í stillingar: