Dökkt Ljóst

Staða notanda

Á þessari síðu

Wagtail notandi getur annað hvort verið virkur eða óvirkur. Virkur notandi er með réttindi til þess að skrá sig inn og framkvæma aðgerðir á stjórnendaviðmótinu.

Staða notanda stjórnar því hvort að notandinn hafi enn réttindi til þess að framkvæma aðgerðir inni á stjórnendaviðmótinu. Wagtail bíður upp á tvennskonar stöðu notenda: Virkur og óvirkur.

Virk staða

Notandi sem er virkur hefur réttindi til þess að að skrá sig inn og framkvæma aðgerðir á stjórnendaviðmótinu. Aðgerð getur verið t.d. að búa til drög af síðu.

Óvirk staða

Þegar notandi missir réttinn að stjórnendaviðmótinu verður hann óvirkur. Stjórnandi getur einungis breytt stöðu notanda frá því að vera virkur yfir í óvirkur.

Að gera notanda óvirkann er annar valkostur til þess að eyða notandanum. Ef notanda hefur verið eytt missir þú öll gögn varðandi sögu aðgerða sem notandi hefur framkæmt. Að missa þessi gögn getur leitt til óþæginda. Að gera notanda óvirkann í stað þess að eyða honum lokar þú hann út af stjórnendaviðmótinu og notandinn missir öll sín réttindi en þú heldur eftir gögnum og sögu aðgerða sem notandinn hefur framkvæmt.