Vinna með tilvísanir
Á þessari síðu
Örstutt um tilvísanir
Þegar þú birtir síður og tekur úr loftinu muntu á endanum þurfa að búa til tilvísanir. Tilvísun passar upp á að þegar síða er ekki lengur til (skilar 404 villu) munu notendur og leitarvélar rata á nýja vefslóð. Þannig mun notandinn ekki enda á villusíðu eftir að hafa fylgt eldri leitarniðurstöðu.
Wagtail býður upp á tvær tegundir af tilvísunum sem ræðst af því hvort hakað er við Varanleg eða ekki:
- Varanleg tilvísun (sjálfvalið)
- Tímabundin tilvísun
Notandinn mun ekki sjá neinn á þessum tveimur tegundum tilvísana, en leitarvél mun bregðast mismunandi við þeim.
- Þegar um tímabundna tilvísun er að ræða mun leitarvélin skrá bæði gömlu og nýju vefslóðina (tilvísunina).
- Þegar um varanlega tilvísun er að ræða mun leitarvélin merkja gömlu vefslóðina sem úrelda og geyma þá nýju í staðinn.
Wagtail merkir nýjar tilvísanir sjálfkrafa sem varanlega til þess að koma í veg fyrir að vefsíðan þín lendi neðar í leitarvélaniðurstöðum.
Stillingar á tilvísunum.
Til þess að stilla upp tilvísunum skaltu fara í 'Tilvísanir' undir Stillingar sem þú sérð í vinstri valmyndinni.

Í listanum yfir tilvísanir getur þú:
- Stofnaðu nýja tilvísun með því að smella á Bæta við tilvísun efst til hægri.
- Þú getur leitað að tilvísunum sem þegar hafa verið stofnaðar í leitarstikunni. Niðurstöðurnar uppfærast sjálfkrafa þegar þú slærð inn textann.
- Hægt er að breyta tilvísun með því að smella á vefslóðina í listanum.

- Þú notar Tilvísun frá reitinn til þess að tilgreina slóðina sem er ekki lengur til á vefnum þínum.
- Veldu vefsvæði úr Frá vefsvæði reitnum ef það á við (t.d. ef þú ert með mörg vefsvæði)
- Hakaðu við hvort tilvísunin eigi að vera varanleg eða tímabundin (ekki hakað við).
Í síðasta skrefinu getur þú annað hvort vísað á nýja síðu innan Wagtail eða vísað á annað vefsvæði fyrir utan Wagtail.
- Veldu síðuna þína úr valmyndinni fyrir Tilvísun á síðu.
- Sláðu inn fullt lén og vefslóð fyrir Tilvísun á vefslóð.
Hafðu í huga að tilvísun er aðeins virkjuð ef síða finnst ekki. Tilvísun mun ekki virka ef til er síða sem passar við vefslóðina.