Nýtt í Wagtail 6.1
Á þessari síðu
Hérna eru meginpunktar Wagtail 6.1. Fyrir frekar upplýsingar skoðaðu allt í v6.1 útgáfuskjölunum.
Samsvörun í útliti haldið áfram
Vinna við samsvörun útlits stjórnendaviðmótsins hefur haldið áfram. Í þessari útgáfu var unnið í samsvörun útlits í eftirfarandi:
- Mynda skráningar
- Skjala skráningar
- Síðu og staðsetningar skráningar
- Viðmót sögu breytinga á síðum og snifsum
- Sendingar rafrænnaeyðublaða
- Skráningar safna
- Hópar
- Notendur
- Viðmót vinnuflæðis og skrefa vinnuflæðis
- Mæla með leitarniðurstöðum
- Tilvísanir
Með þessu vonum við að auka notendaupplifun yfir vefumsjónarkefið. Samsvörun útlits er hannað svo að það eykur upplýsingaþéttleika vefumsjónarkefisins og virkar vel á síður sem eru með marga síunar möguleika.
Upplýsingar í stjórnendaviðmótinu
Wagtail býður nú upp á leið sem gerir þér kleift að stjórna hversu miklar upplýsingar þú sérð á stjórnendaviðmótinu í gegnum. Þessu getur þú stjórnað í gegnum notandastillingar.
Þú getur skipt á milli sjálfgefinnar stillingar og þéttrar stillingar sem að minnkar bil og stærð á efnisköflum. Þessa stillingu má finna í reikningstillingar undir þemastillingar. Þar getur þú breytt frá sjálfgefið yfir í þétt.
Þessi breyting gerir notendum auðveldara fyrir að stilla vefumsjónarkerfið eins og þeim líkar best.
Lyklaborðs flýtileiðir
Í hjálparglugganum er ný valmynd sem veitir yfirsýn yfir lyklaborðs flýtileiðir sem hægt að nota í stjórnandaviðmótinu.
Við vonumst til þess að kynna til leiks fleiri flýtileiðir í framtíðinni og stöðugt skrá niður allar flýtileiðir sem eru aðgengilegar á vefumsjónarkerfinu svo þau sem nýta sér lyklaborðs flýtileiðir geti kynnt sér þær sem við höfum upp á að bjóða.
Betri leiðsögn að efni sem varið er með lykilorðum
Wagtail er nú með auka leiðsögn fyrir einka síður og einka söfn (skjöl) til þess að vara notendur við gildrunni að notast við valmöguleikan að deila lykilorðum. Fyrir verkefni sem eru með hærri öryggisstaðla er einnig hægt að aftengja valmöguleikann að deila lykilorðum.
Aðrar breytingar á notendaviðmótinu.
Hérna eru aðrar breytingar gerðar á notendaviðmótinu í vefumsjónarkerfinu:
- Möguleiki á að breyta mörgum notendum í einu í breytingarviðmóti notenda. Ýttu á takkana shift+click til að merkja marga í einu
- Nota sérsniðin tjákn í breytingarviðmóti stillinga
- Það hefur verið gengið úr skugga að endurröðunar takkarnir virki fyrir í InlinePanel
- Það hefur verið gengið úr skugga að felligluggar geti ekki orðið hærri en skjárinn sem þú er á og hægt er að skruna í gegnum listann ef þarf