Nýtt í Wagtail 6.0
Á þessari síðu
Hérna eru meginpunktar Wagtail 6.0. Fyrir frekar upplýsingar skoðaðu allt í v6.0 útgáfuskjölunum.
Samsvörun í útliti
Eftir að endurbætur voru gerðar á skráningum síðna býður Wagtail nú upp á sameinað leitar- og síunarviðmót fyrir allar skráningar. Þetta mun auðvelda það að fara í gegnum efni, sérstaklega fyrir vefsíður sem inniheldur margar síður. Við vonum að þetta muni einnig vera möguleiki út í gegn á vefumsjónarkerfinu fyrir samsvörun í útliti og upplifun.
Í þessari útgáfu er samsvörun í útliti einungis fyrir síður, snifsi og eyðublöð. Í útgáfunni fá síður þessar síur:
- Síðu tegund
- Síðast uppfærð
- Eigandi
- Hver gerði breytingar
- Síða
- Hvort hún sé með undirsíður
- Þýðing
Styður hægri-til-vinstri tungumál
Stjórnendaviðmótið styður nú hægri-til-vinstri tungumál, svo sem persneska, arabíska og hebreska. Þó það sé unnið að því að gera betur, þá geta tungumál verið birt í réttri átt í stjórnendaviðmótinu.
Fyrir notendur sem nota hægri-til-vinstri tungumál ættu ekki að vera neinar sérsniðnar stillingar svo að þetta komi rétt út.
Aðgengis skoðari í breytingaviðmóti síðna
Innbyggður aðgengis skoðari sést nú á hliðarvalmyndinni til hægri þegar síður og snifsi eru skoðuð í breytingarviðmótinu. Í þessari útfáfu sýnir skoðarinn einungis aðgengis tengd vandamál fyrir síðuna þegar hann er opinn. Í framtíðinni verður skoðarinn uppfærður til þess að styða skoðanir á öllu efni í gegnum allar síður. Fyrir frekari upplýsingar um framtíðaráform skoðaðu þessa færslu: Looking for sponsorship – Accessibility checks for site administrators á Wagtail blogginu.
Betrumbætt dökkt þema
Wagtail 6.0 kynnir betrumbætt dökkt þema innan stjórnendaviðmótsins. Dökkt þema er mikilvægur þáttur í aðgengismálum og styður við sjálfbærni í umhverfismálum með því að minnka orkunotkun OLED tækja.
Skýrsla notkunar á síðu tegundum
Nýja skýrslan varðandi notkun síðu tegunda brýtur niður magn síðna af hverri tegund. Þetta hjálpar okkur að svara spurningum eins og:
- Hvaða tegundir af síðum erum við að nota í vefumsjónarkerfinu?
- Hversu margar síður eru af þessari tegund?
- Hvenær var síða af þessari tegund síðast breytt? Af hverjum? Hvaða síða var það?
Þessi eiginleika var bætt við þökk sé samstarfi við Mozilla.
Bætingar í aðgengismálum
Þessi útgafa kemur með mörgum bætinum á sviði aðgengismála í stjórnendaviðmótinu:
- Betri stuðningur við skilgreiningu á höfuð reitum í töflum
- Stuðningur við lykaborð við breytingar á töflum
- Stuðningur við lyklaborð í aðgerðarvalmyndum
- Betrumbætingar merkja sem notaðir eru af skjálesurum og talgreinum
Skoðaðu a id="a1">aðgengiskaflann fyrir frekari upplýsingar á stöðu aðgengismála Wagtail.