Staða síðna
Á þessari síðu
Staða síðna gefur til kynna núverandi stöðu á síðunum. Síðurnar geta verið með sjö mismunandi stöður. Þær eru eftirfarandi:
Uppkast
Síða fær stöðuna uppkast þegar hún er ný búin til og hefur verið vistuð sem drög. Meiginatriði eru sú að síðan er ný og hefur aldrei verið birt á vefnum.
Þegar síða er með stöðuna uppkast er hún einungis sjáanleg á stjórnandaviðmótinu en ekki á sjálfri vefsíðunni þinni.
Bíður samþykkis
Þegar þú sendir síðu, sem hefur ekki verið birt á vefnum, til samþykkis stjórnanda fær hún stöðuna bíður samþykktar
Síðan birtist á vefsíðunni þinni þegar hún hefur verið samþykkt af notanda með aðgang sem leyfir samþykktir á síðum. Þegar síðan hefur verið birt breytist staða síðunnar yfir í í birtingu. Sjálfgefið er að stjórnandi og ritstjóri geti samþykkt síður sem bíða eftir samþykki.
Tímasett
Síða með stöðuna tímasett er ekki í birtingu en hefur verið stillt á að fara í loftið á ákveðnum degi og tíma. Þegar sú dagsetning rennur upp breytist staða hennar í í birtingu.
Einnig er hægt að áætla dag og tíma sem að síðan er útrunnin og þar af leiðandi tekin úr loftinu. Þegar sá dagur rennur upp breytist staða hennar í drög
Í birtingu
Síða fær stöðuna í birtingu þegar þú setur hana í birtingu. Þú getur sett nýja síðu í birtinu, birt breytingar á síðu, afritað eða speglað síðu.
Síður með stöðuna í birtingu getur þú séð á vefsíðunni þinni.
Í birtingu + uppkast
Síða er með stöðuna Í birtingu + uppkast er í birtingu en nýrri útgáfa hennar er enn uppkast.
Það þýðir að á vefsíðunni þinni lítur hún út eins og hún gerði þegar hún var síðast sett í birtingu en breytingarnar sem að voru gerðar og vistaðar sem uppkast eru ekki aðgengilegar á vefsíðunni. Til þess að birta breytingarnar á vefsíðunni getur þú sett síðuna í birtingu með breytingunum og staða síðunnar mun breytast í í birtingu.
Í birtingu + (önnur staða)
Síða með stöðunni Í birtingu + (önnur staða) hefur verið sett í birtingu og síðan hafa aðrar aðgerðir verið gerðar á síðunni. Til dæmis eef að síða er með stöðuna Í birtingu + (bíður samþykktar) hefur síðan verið sett í birtingu en breytingar á henni hafa verið sendar til samþykktar stjórnenda.