Notendastillingar
Á þessari síðu
Notanda stillingar falla einungis undir þinn reikning. Þú getur nálgast þínar stillingar með því að smella á notandanafnið þitt neðst í valmyndinni til vinstri og smellt á reikningur, þá ættir þú að sjá stillingarnar þínar.
Aðgangsstillingar
Aðgangsstillingar eru eftirfarandi:
Valið tungumál
Stjórnandaviðmótið í Wagtail styður fjölmörg tungumál. Til þess að velja tungumál smelltu á felligluggann undir valið tungumál. Þegar þú velur þitt tungumál hefur það áhrif á allt vefumsjónarkerfið.
Núverandi tímabelti
Stillingar núverandi tímabeltis má finna í undir núverandi tímabelti í aðgangs stillingunum. Til þess að breyta tímabeltinu þínu smelltu á felligluggann undir núverandi tímabelti og veldu það tímabelti sem þú ert í.
Þema stjórnendaviðmótsins
Wagtail býður notendum upp á eftirfarandi þemu:
- Ljóst
- Dökkt
- Sjálfgefið
Hægt er að velja ljóst eða dökkt þema eftir því hvað notandanum finnst betra. Sjálfgefna stillingin fer eftir kerfisstillingum tölvunnar.
Stillingar tilkynninga
Stillingar tilkynninga gerir notendum kleift að velja tilkynningar þau vilja fá sem varðandi vinnuflæði. Þú getur valið að fá tilkynningar fyrir ýmislegt, t.d. uppfærslur, stöður og athugasemdir. Tilkynningarnar hjálpa þér að fylgjast vel með öllum breytingum og uppfærslum innan vefumsjónarkerfisins.