Dökkt Ljóst

Aðgengi

Wagtail bíður upp á hluti sem aðstoða þig við að vafra um stjórnendaviðmótið. Þessir hlutir eru eftirfarandi:

Wagtail dashboard with the skip link

Takki með orðunum Hoppa yfir í aðal efni birtist á stjórnendaviðmótinu efst á hliðar valmyndinni til vinstri þegar þú ýtir á tab takkann á lyklaborðinu þegar síðan er nýhlaðin. Þegar takkinn hoppa yfir í aðal efni birtist ýttu þá á enter til þess að velja takkann. Þegar þú hefur valið takkann færist lyklaborðsfókus yfir á aðal efni síðunnar sem þú ert á. Með því að hoppa yfir í aðalefni hoppar þú yfir aðra takka í valmyndinni yfir í aðal efni síðunnar.

Fellanlegar efniseiningar

Page editor for Breads and Circuses blog page with sections toggle button and anchor links highlighted

Að fella efniseiningar saman gerir það okkur auðveldara fyrir að vafra í gegnum efni síðna. Það má finna takka til þess að fella saman efni bæði á yfirlitssíðunni og þar sem þú stjórnar og sérð um síður. Þú getur notað músina eða lyklaborðið til þess að fella eða opna efni. Felli takkarnir eru einnig tengdir akkeris hlekkjum sem gerir þér kleift að senda hlekkinn af þeim kafla sem þú ert að vinna á aðra í teyminu þínu eða til þess að vista hjá þér og nota síðar.

Í efniseiningum getur þú einnig notað takkann Fella allt saman og fellt saman allt efni á síðunni. Sömuleiðis geturu notað takkann Opna allt saman og opnað allar efniseiningarnar aftur.

Page editor for Breads and Circuses blog page with the collapse expand all having been clicked

Tímamörk lotu

Tímamörk lotu í Wagtail kerfinu vinnur á bakvið tjöldin. Lotan byrjar þegar notandi skráir sig inn. Sjálfgefin tímamörk lotu eru tvær vikur en það getur verið breytilegt eftir hvernig kerfið er stillt.

Eins og flestar vefsíður styður Wagtail texta leit með því að ýta á þessa lykla samtímis: Ctrl + F Í tölvum með Windows stýrikerfi og Mac stýrikerfi. Þegar þú notar texta leitina í stjórnendaviðmótinu er leitað að texta sem passar við textann sem leitað var eftir á þeim skjá sem er ert með opinn.⌘ + F

Breytinga viðmót

Aðgengi breytingaviðmótsins eru eftirfarandi:

Lyklaborð flýtileiðir á síðu stigi

Wagtail styður tveggja stiga lyklaborða flýtileiðir á síðum. Þær eru eftirfarandi:

  • ⌘ + P Þessi flýtileið opnar forskoðun á síðunni. Forskoðunin sýnir þér uppsetningu á síðunni sem þú ert að vinna í á mismunandi skjástærðum. Control + P
  • ⌘ + S Þessi flýtileið vistar breytingar á síðunni sem uppkast.Control + S

Yfirlitskort

Yfirlitskortið birtist sem strik (-) sem má finna hægra megin á skjánum inni í breytingaviðmótinu. Ef þú opnar yfirlitskortið þá sérðu lista af þeim efnisköflum sem eru á síðunni þinni. Með yfirlistkortinu er auðvelt að flakka á milli efniskaflana.

Yfirlitskortið sýnir einnig fyrirsagnir, millifyrirsagnir og meiginmál efnisins.

Page editor for Breads and Circuses blog page with the minimap opened to the right focused on the toggle

Breytingar á fyrirsögnum og öðru inn í texta

Þessi eiginleiki leyfir notendum skjálesa að greina á milli mismunandi tegunda af fyrirsögnum inni í texta.

Forskoðun

Forskoðun gerir þér kleift að skoða efni og uppsetningu síðunnar þinnar eins og það myndi birtast á vefnum í mismunandi skjástærðum. Skjástærðir sem þú getur skoðað eru tölva, spjaldtölva og snjallsími.

Skipunarstika

Með því að skrifa "/" í textahólf í efninu þínu færðu upp skipunarstiku. Stikan inniheldur eftirfarandi:

  • Fyrirsagnir
  • Númeraðann lista
  • Punkta lista
  • Innfallið efni
  • Hlekki
  • Skjal
  • Myndir
  • Blokkir

Notanda stillingar

Notanda stillingar falla einungis undir þinn reikning. Þú getur nálgast þínar stillingar með því að smella á notandanafnið þitt neðst í valmyndinni til vinstri og smellt á reikningur, þá ættir þú að sjá stillingarnar þínar.

Aðgangsstillingar

Aðgangsstillingar eru eftirfarandi:

User profile locale and theme settings

Valið tungumál

Stjórnandaviðmótið í Wagtail styður fjölmörg tungumál. Til þess að velja tungumál smelltu á felligluggann undir valið tungumál. Þegar þú velur þitt tungumál hefur það áhrif á allt vefumsjónarkerfið.

Núverandi tímabelti

Stillingar núverandi tímabeltis má finna í undir núverandi tímabelti í aðgangs stillingunum. Til þess að breyta tímabeltinu þínu smelltu á felligluggann undir núverandi tímabelti og veldu það tímabelti sem þú ert í.

Þema stjórnendaviðmótsins

Wagtail býður notendum upp á eftirfarandi þemu:

  • Ljóst
  • Dökkt
  • Sjálfgefið

Hægt er að velja ljóst eða dökkt þema eftir því hvað notandanum finnst betra. Sjálfgefna stillingin fer eftir kerfisstillingum tölvunnar.

Stillingar tilkynninga

User profile notification settings

Stillingar tilkynninga gerir notendum kleift að velja tilkynningar þau vilja fá sem varðandi vinnuflæði. Þú getur valið að fá tilkynningar fyrir ýmislegt, t.d. uppfærslur, stöður og athugasemdir. Tilkynningarnar hjálpa þér að fylgjast vel með öllum breytingum og uppfærslum innan vefumsjónarkerfisins.

Notendaviðmót vafra

Stillingar varðarndi notendaviðmóts vafra eru geymdar í vafnarnum þínum. Þú getur breytt þessum stillingum eins og þér hentar. Hvort sem að þú endurhlaðar síðunua, skráir þig inn eða út allt í sama vafra ættu þessar stillingar að haldast óbreyttar.

Stillingar notendaviðmóts vafra innihalda eftirfarandi aðgengis stillingar:

Þú getur fellt saman og opnað valmyndina. Með því að loka valmyndinni gefur þú yfirlitssíðunni meira pláss á skjánum.

The Wagtail sidebar with its minimize control highlighted

Texta verkfæra stikan föst/laus

Þegar þú merkir yfir meginmáls texta í efniskafla innan breytingaviðmótsins birtist verkfæra stika fyrir textann. Þessi stika sýnir stillingar sem þú getur sett á textann, svo sem feitletraður eða skáletraður texti og fyrirsagnir. Hægt er að festa þessa stiku við textaboxið.

Pin toolbar

Fella saman/opna yfirlitskort

Líkt og fella saman/opna valmynd þá geturu fellt saman eða opnað smákortið innan breytingaviðmótisins. Þessi stilling vistast eins og þú velur að hafa hana.

Page editor for Breads and Circuses blog page with the minimap opened to the right focused on the toggle

Hliðar valmynd til hægri

Á breytingaviðmótinu er stika efst í hægra horni. Þessi stika inniheldur eftirfarandi:

  • Staða: Upplýsingar um núverandi stöðu síðunnar. Fyrir frekari upplýsingar um stöðu síðna skoðaðu read Staða síðna.
  • Forskoða: Með forskoðun getur þú skoðað efni síðunnar þinnar á mismunandi skjástærðum.
  • Athugun/Checks: Athugar sjálfkrafa hvort mögulegar villur eru í efnisköflum síðunnar.
  • Athugasemdir: Lætur vita og sýnir þér ef aðrir úr teyminu þínu hafa skilið eftir athugasemdir við efnið þitt.

Þegar þú velur eitthvað úr stikunni opnast hliðar spjald. Þú getur fellt eða opnað spjaldið, það spjald sem er opið mun vistast á öllum öðrum breytingaviðmótsskjám.

The page editing form with its Info side panel opened to the right and the Info side panel toggle highlighted