Nýtt í Wagtail 5.0

Hérna eru meginpunktar Wagtail 5.0. Fyrir frekari upplýsingar skoðaðu allt í v5.0 útgáfuskjölunum.

Upplýsingar um notkun hluta og eyða hlutum

Nú þegar síðu, mynd, skjölum eða snifsum er eytt sýnir staðfestingaskjárinn samantekt af því hvar hluturinn er notaður svo notendur geti áttað sig betur á áhrifum þess að eyða hlutnum.

Upplýsingar um notkun er einnig til staðar fyrir síður, ekki einungis en myndir, skjöl og snifsi.

Stuðningur við myndir í SVG skráarsniði

Myndasafnið getur nú tekið á móti myndum í SVG sniði sé það stillt svo.

Betrumbætur aðgengis skoðara

Innbyggði aðgengis skoðarinn hefur verið uppfærður:

  • Fimm athuganir til viðbótar
  • Flokkun niðurstaðna skoðarans eftir því hvar á síðunni þær eru
  • Merkir stíla svo auðveldara sé að auðkenna hvar villurnar eru.

Yfirlitskortið alltaf opið

Eftir að yfirlitskortið var kynnt til leiks í Wagtail 4.1 höfum við gert mikið af betrumbætum:

  • Helst opið þar til því er lokað. Notendur geta nú haft það opið eða lokað eftir því sem þau vilja.
  • Þegar það er opið geymist sú stilling þegar farið er á milli mismunandi síðna í vefumsjónarkerfinu.
  • Yfirlitskortið er og „fella allt saman" hnappurinn birtast nú við við hlið hliðarvalmyndarinnar í stað þess að vera undir henni svo hægt sé að nota þau hvenær sem er.
  • Smellur á hvaða hlut sem er opnar yfirlitskortið, með viðeigandi texta fyrir skjálesa.
  • Að vafra til efniskafla sem að er felldur saman mun opna þennan part.

Dökkt þema

Stjórnendaviðmót Wagtail styður nú dökkt þema. Hægt er að kveikja á nýja dökka þemanu í notendastillingum. Einnig er hægt að velja ljóst þema eða sjálfgefið samkvæmt stýrikerfi.

Við vonum að þetta nýja þema muni auka aðgengi fyrir notendur sem kjósa heldur að lesa ljósan texta á dökkum bakgrunni. Einnig styður dökka þemað við orkusparnað fyrir notendur OLED skjáa.