Mæla með leitarniðurstöðum
Meðmæltar leitarniðurstöður er valkvæður möguleiki í Wagtail. Upplýsingar um hvernig á að virkja þær má finna hér.
Wagtail gerir þér kleift að mæla með ákveðnum leitarniðurstöðum út frá texta eða frösum sem notendur leita að. Þetta getur haft mikið notagildi þegar notendur notast við frasa sem ekki eru notaðir beint í efni á síðunni eða þegar þú vilt beina notendum að ákveðnum síðum þegar þeir leita að texta sem ekki er á síðunni sjálfri.
Tökum dæmi: Viðskiptavinur vill beina fólki sem leitar að 'fjárhagur' á síðuna 'Ársskýrsla'. Orðið 'fjárhagur' kemur ekki fyrir í titli eða meginmáli síðunnar, svo vefstjórinn býr til meðmæltar leitarniðurstöður fyrir orðið 'fjárhagur' og tengir síðuna 'Ársskýrsla' við þær.
Meðmæltar leitarniðurstöður virka eingöngu ef notendur slá nákvæmlega inn þann frasa sem þú hefur vistað. Ef það eru fleiri útgáfur af þessum frasa sem þú vilt grípa, þá verðurðu að búa til fleiri meðmæli.
Til að búa til meðmæli, smelltu þá á 'Meðmæltar leitarniðurstöður' í 'Stillingar' valmyndinni.
Bættu við nýjum meðmælum með því að smella á hnappinn efst í hægra horninu, eða breyttu núverandi meðmælum með því að smella á þau.
Þegar þú býrð til ný meðmæli, þá býður Wagtail þér val um að 'Velja úr vinsælum leitar frösum'. Þetta sýnir þér þá vinsælustu leitar frasana sem notendur hafa leitað að. Þú getur borið þennan lista saman við núverandi meðmæli til að vera viss um að notendur séu að finna það sem þeir eru að leita að.
Því næst bætirðu við niðurstöðunni með því að smella á 'Bæta við meðmæltri síðu'. Þú getur bætt við eins mörgum meðmælum og þú vilt, en passaðu samt að bæta ekki við of mörgum, þar sem þá gætirðu endað með að ýta venjulegum leitarniðurstöðum of neðarlega, sem hjálpar ekki endilega notendum sem ekki eru alveg vissir um að hverju þeir eru að leita.