Dökkt Ljóst

Vinna með myndir

Á þessari síðu

Ef þú vilt breyta, bæta við eða eyða myndum úr vefumsjónarkerfinu án þess að gera það á efnissíðu, þá er hægt að gera það úr myndaumsjónarkerfinu. Það er aðgengilegt úr vinstri valmyndinni.

Images listing, with header and images grid
  • Veldu margar myndir með því að velja hakreitina efst í vinstra horni hverrar myndar, þá er hægt að nota aðgerðaslánna neðst á skjánum til að gera sömu aðgerðina á allar völdu myndirnar
  • Með því að smella á mynd er hægt að breyta gögnum sem eiga við myndina. Þetta innifelur titil, fókussvæði og margt fleira.
Image editing form for Olivia Ava image. To the right of the form is an image preview, focal point controls, and metadata about the image

Breyta myndinni

  • Þegar verið er að breyta mynd þá er hægt að skipta um myndaskrá sem á við þessa mynd. Það þýðir að hægt er að uppfæra myndina án þess að uppfæra allar síður þar sem myndin er staðsett.
Viðvörun

Með því að skipta út myndaskránni er hægt að breyta um mynd á öllum síðum sem nota hana.

Fókussvæði

  • Þetta viðmót gerir þér kleift að velja fókussvæði sem getur haft áhrif á hvernig myndin er birtist endanotendum.
  • Ef myndir eru skornar á einhvern hátt til að láta þær passa í ákveðin form, þá mun fókussvæðið ákvarða miðpunktinn sem notaður er til að skera til myndina.
  • Til að stilla af fókussvæðið, dragðu kassa í kringum mikilvægustu svæði myndarinnar.
  • Til að fjarlægja fókussvæðið, smelltu þá á takkann fyrir neðan myndina.
  • Ef þessi virkni er sett upp á vefsíðunni, þá ættirðu að sjá að myndin á vefsíðunni breytir skurðinum til að fókusa á valda svæðið.