Dökkt Ljóst

Vinna með snifsi

Snifsi gera þér kleift að búa til einingar fyrir vefsíðu einu sinni og nota á mörgum stöðum. Síðan, ef þú þarft að breyta einhverju í snifsinu, þá þarft þú bara að breyta því á einum stað og þá mun það breytast á öllum stöðum þar sem snifsið er notað á síðunni.

Hvernig snifsi eru notuð er mjög breytilegt á milli vefsíða. Hérna eru nokkur dæmi um hluti sem Torchbox hefur notað snifsi fyrir á síðum sinna viðskiptavina:

 • Fyrir upplýsingar um starfsfólk, svo hægt sé að bæta þeim á margar mismunandi síður, en halda utan um þær á einum stað
 • Fyrir auglýsingar, sem annaðhvort eru sýndar þvert yfir vefsíðuna, eða á stökum undirsíðum
 • Til að halda utan um hlekki á sameiginlegum hlutum síðunnar, til dæmis í fæti
 • Fyrir einingar sem kalla á einhvers konar aðgerðir notandans (e. Call to Action), eins og skráningarform fyrir fréttabréf, sem þurfa að vera eins á öllum síðum.

Valmynd fyrir snifsi

Snippets listing, with five rows. For each row, we show the snippets name and number of instances
 • Þú getur nálgast snifsin með því að smella á 'Snifsi' hlekkinn í vinstri valmynd.
 • Til að bæta við eða breyta snifsi, smelltu þá á viðkomandi tegund af snifsi (oftast má sjá hjálpartexta sem aðstoðar við að velja rétta tegund)
 • Smelltu á stakt snifsi til að breyta, eða smelltu á 'Búa til nýtt ...' uppi í hægra horninu til að bæta við nýju snifsi
 • Til að eyða snifsi, veldu eitt eða fleiri snifsi með hakreitunum vinstra megin við nafnið og smelltu svo á eyða hnappinn ofarlega til hægri
Viðvörun

Þegar þú breytir snifsi mun það breytast á öllum síðum sem það er notað á. Efst til hægri á skjánum þegar þú breytir snifsi sérðu upplýsingar um hverst oft það hefur verið notað. Ef þú smellir á þær sérðu lista yfir allar síður sem nota þetta tiltekna snifsi.

Bæta við snifsum á meðan þú ert að breyta síðu

Ef þú ert að breyta síðu og ákveður að það vantar nýtt snifsi, ekki óttast! Þú getur búið til nýtt án þess að fara af síðunni sem þú ert að breyta:

 • Á meðan þú ert að breyta síðu, opnaðu snifsin í nýjum flipa, annaðhvort með Ctrl+smella (cmd+smella á Mac) eða með því að hægri smella og velja 'Opna í nýjum flipa' í valmyndinni í vafranum þínum.
 • Bættu við snifsinu eins og þú myndir gera venjulega.
 • Farðu til baka í flipann þar sem þú ert að breyta síðunni og enduropnaðu valmyndina fyrir snifsi.
 • Þú ættir núna að sjá nýja snifsið, jafnvel þótt þú hafir ekki endurhlaðið síðunni.
Athugasemd

Jafnvel þótt þetta sé hægt, þá er samt þess virði að vista uppkast af síðunni þinni eins oft og hægt er, til að forðast að breytingar tapist ef síðunni er endurhlaðið óvart.