Dökkt Ljóst

Vafravandamál

Sum vandamál sem koma upp í Wagtail gætu tengst vafranum. Prófaðu að hreinsa flýtiminni og vafrakökur eða prófaðu að nota Wagtail með öðrum vafra til þess að sjá hvort vandamálið tengist vafranum.

Það verður að vera kveikt á JavaScript í vafranum til þess að Wagtail virki rétt.

Vafrastuðningur

Fyrir bestu upplifun og mesta öryggið mælum við með því að þú uppfærir vafrann þinn reglulega. Skoðaðu Browse Happy fyrir frekari upplýsingar.

IE11

Wagtail hætti að styðja IE11 í útgáfu 2.15.

  • Í Wagtail 2.11 (LTS) voru villuskilaboð birt í stjórnborðinu fyrir IE11 notendur með stjórnendaaðgang.
  • Í Wagtail 2.12 voru skilaboðin birt öllum notendum, óháð réttindum þeirra.
  • Í Wagtail 2.13 og 2.14 voru skilaboðin birt í toppnum á öllum síðum.
  • Wagtail 2.15 og nýrri útgáfur styðja ekki IE11.
  • Frá og með Wagtail 2.16 er engin viðvörun birt til notenda.

Ef þetta hefur áhrif á þig eða fyrirtækið/stofnunina sem þú vinnur hjá ættir þú að skoða aðra vafra sem eru í boði. Wagtail er fullkomlega samhæft með Microsoft Edge, vafranum sem kom í staðinn fyrir Internet Explorer. Þú gætir þá notað IE mode virknina í Edge til þess að halda aðgangi þínum að vefsíðum sem krefjast IE11, á meðan aðrar síður og kerfi eins og Wagtail geta notað nýjustu virkni og möguleika vafrans til hins ítrasta.

Aðgengismál og tæknilausnir

Við viljum að Wagtail sé aðgengilegt fyrir notendur með ýmis konar tækni sem auðveldar þeim aðgengi, en við vitum að það virkar ekki allt. Skýrslan okkar um aðgengismál gefur gott yfirlit yfir stöðu mála.