Dökkt Ljóst

Vinna með vinnuflæði

Vinnuflæði gefa þér kost á að stýra því hvernig yfirlestur og samþykktarferli virka á vefnum þínum. Vinnuflæði eru samansafn af skrefum sem þurfa að fá samþykki áður en vinnuflæðið klárast í heild sinni. Í staðlaðri uppsetningu endar flæðið með því að síðan fer í birtingu en því er hægt að breyta í stillingum.

Hægt er að hafa umsjón með vinnuflæði í Vinnuflæði sem finna má undir Stillingar í valmyndinni vinstra megin á skjánum.

Í þessu viðmóti sérðu öll vinnuflæði á vefnum þínum og röðina á skrefunum innan þeirra. Þú getur smellt á vinnuflæði til að breyta því eða festa það á ákveðinn hluta veftrésins, eða nota Bæta við vinnuflði takkann til þess að búa til nýtt. Fjöldi síðna sem vinnuflæðið nær yfir er líka sýndur og hægt er að smella á hann til að fá nákvæmara yfirlit.

Breyta vinnuflæði

Screenshot of the workflow editing interface, with fields to change the workflow name, tasks, and assigned pages

Í Bæta skrefum við vinnuflæði getur þú bætt við, fjarlægt eða breytt röðun skrefa í vinnuflæði. Þegar þú bætir við nýju skrefi færðu möguleikann á að stofna nýtt, eða endurnýta skref sem er til fyrir.

Undir Tengja vinnuflæði við síður sérð þú lista yfir síður sem vinnuflæðið nær yfir: undirsíður munu einnig hafa sama vinnuflæði, þannig að ef vinnuflæði er tengt við forsíðuna verður það sjálfgefið fyrir allar síður. Þú getur aftengt það frá síðum með Eyða takkanum hægra megin við hverja línu, eða tengt það við síðu með því að nota Veldu síðu takkann.

Aðgerðastikan neðst á skjánum er með aðgerðum til að vista breytingar eða afvirkja vinnuflæðið, sem mun stöðva flæðið á þeim síðum sem þegar eru í vinnslu og koma í veg fyrir að aðrir geti hafið nýtt flæði. Á vinnuflæði sem hefur verið afvirkjað er gefinn möguleikinn á að virkja það aftur.

Umsjón með skrefum

Tasks listing, with a single item

Undir Skref vinnuflæðis sem er undir Stillingar sérðu lista af skrefum sem eru í boði, ásamt upplýsingum um hvaða vinnuflæði þau tilheyra. Þú getur smellt á skrefin til að breyta eða notað Bæta við skrefi takkann til að búa til nýtt.

Tasks creation form, with Name field and Groups checkboxes, with two Moderators and Editors options

Þegar þú býrð til skref og átt til mismunandi skrefategundir færðu valkost um að velja tegund. Stöðluð uppsetning á Wagtail býður upp á Hópsamþykktar skref. Þar getur þú valið einn eða fleiri hópa. Notendur sem tilheyra þessum hópum, ásamt stjórnendum, geta samþykkt eða hafnað í þessu skrefi.

Þegar þú breytir skrefi muntu sjá að sumir reitir - til dæmis nafnið - eru ekki breytanlegir. Þetta er til þess að sagan í vinnuflæðinu sé í samræmi. Ef þú þarft að breyta nafninu er mælt með því að þú afvirkir gamla skrefið og búir til nýtt með nafninu sem þú vilt nota. Ef þú afvirkjar skref munu allar síður sem eru staddar í því skrefi hoppa beint í næsta skref.