Dökkt Ljóst

Skilgreiningar á stöðum vefsíðna í Wagtail

Stöðluð Wagtail síða getur haft sjö mismunandi stöður til þess að hjálpa þér að skipuleggja og forgangsraða efni vefsins

Þessar stöður eru eftirfarandi:

  • Í birtingu: Síðan er í birtingu og aðgengileg öllum gestum vefsins.
  • Uppkast: Síðan er ekki í birtingu á vefnum.
  • Bíður samþykktar: Síðan er í samþykktarferli.
  • Tímasett: Síðan er ekki í birtingu en hefur verið stillt á að fara í loftið á ákveðnum degi og tíma.
  • Útrunnin: Síðan er ekki í birtingu og var tekin úr loftinu vegna þess að hún var stillt á að fara úr loftinu á ákveðnum degi og tíma.
  • Í birtingu + uppkast: Síðan er í birtingu en nýrri útgáfa hennar er enn uppkast.
  • Í birgingu + (önnur staða): Síðan er í birtingu, en nýrri útgáfa hennar er með aðra stöðu.
Athugasemd

Ef Wagtail síðan þín hefur verið sérsniðin á einhvern hátt af forritara gæti hún boðið upp á fleiri stöður sem eru ekki í þessum lista. Ráðfærðu þig við forritarann eða vefstjórann þinn til þess að komast að því hvort vefsíðan sé með fleiri stöður.