Vinna með skrár
Skrár á borð við PDF er hægt að vinna með í Skráarstjóranum, sem má finna í vinstri valmyndinni. Skráarstjórinn gerir þér kleift að bæta við og eyða skrám úr vefumsjónarkerfinu.

- Bættu við skrám með því að smella á hnappinn Bæta við skrá uppi í hægra horninu.
- Leitaðu að skrám í vefumsjónarkerfinu með því að slá inn leitarstreng í leitarreitinn. Niðurstöðurnar verða uppfærðar sjálfkrafa á meðan þú skrifar.
- Þú getur einnig síað niðurstöðurnar niður á Safn með því að velja eitt slíkt úr fellivalmyndinni fyrir ofan skráarlistann.

- Veldu mörg skjöl með því að velja hakreitina vinstra megin við hverja röð, þá er hægt að nota aðgerðaslánna neðst á skjánum til að gera sömu aðgerðina á allar völdu skrárnar
- Breyttu upplýsingum um skrá með því að smella á titil hennar.

- Þegar þú ert að breyta upplýsingum um skrá þá er hægt að skipta út skránni sjálfri. Það þýðir að þú getur uppfært skránna án þess að þurfa að uppfæra hana á öllum stöðum þar sem verið er að vísa í hana. Með því að skipta um skrá þá er nú vísað í nýju skránna á öllum síðum sem vísuðu í gömlu skránna.
- Breyttu safni skráar með því að velja nýtt safn í fellivalmyndinni.
- Bættu við merkjum með því að bæta þeim við í Merki reitinn
- Vistaðu eða eyddu skrá með tökkunum neðst í glugganum.
Viðvörun
Eyddum skrám er eytt, ekki er hægt að nálgast þær aftur.