Taka þátt

Við fögnum allri aðstoð, hvort sem um er að ræða villutilkynningar, kóða, hönnun, yfirferð, prófanir, skjölun, þýðingar eða bara beiðnir um virkni sem þið teljið að vanti.

Hvernig á að taka þátt

Öllum síðum vefsins er viðhaldið í Wagtail. Við notum GitHub Umræður til ræða breytingar á efni. Virkni og villumeldingar fyrir síðuna er haldið utanum í issue tracker.

Að skrifa efni

Ef þú vilt hjálpa til við efnisskrif, hafðu samband við okkur í GitHub Umræðunum eða á #editor-guide rásinni í Wagtail Slack vinnusvæðinu. Við munum þá búa til aðgang fyrir þig á síðunni með aðgengi að réttu efni.

Þýðingar

Við viljum að notendahandbókin verði á endanum til á jafn mörgum tungumálum og Wagtail. Ef þú vilt hjálpa til við þýðingar, búðu þá til nýjan þráð í GitHub Umræðunum eða kíktu á okkur á #editor-guide rásinni í Wagtail Slack vinnusvæðinu. Við munum þá búa til aðgang fyrir þig á síðunni með aðgengi að réttu efni.

Hvernig á að þýða

Við erum með sérstakt þýðingarteymi fyrir hvert tungumál sem tilheyrir ákveðnum notendahóp sem getur sent inn breytingar á síðum og myndum á sínu tungumáli. Þýðingarteymi vinna í "latest" eða nýjustu útgáfu handbókarinnar hverju sinni á meðan stjórnendur síðunnar hafa einnig aðgang að eldri útgáfum.