Vinna með söfn
Á þessari síðu
Aðgengi að ákveðnu setti af myndum og skjölum er hægt að takmarka með því að setja þau í söfn. Allar myndir og skjöl eru sjálfkrafa sett í 'rótar' safnið, en notendur með nægileg réttindi geta búið til ný söfn í Stillingar -> Söfn svæðinu í vinstri valmyndinni.

Bæta við safni
- Þú býrð til nýtt safn með því að smella á bæta við safni. Gefðu safninu nafn og smelltu á vista.

Bæta myndum / skrám í safn
- Farðu í Myndir eða Skrár valmyndirnar og veldu safn úr fellivalmyndinni.
- Þú getur einnig valið í hvaða safn hlutir eiga að lenda þegar verið er að hlaða upp mörgum myndum eða skrám.

- Þú getur einnig sett mynd eða skrá í safn með því að breyta viðkomandi.

Aðgengisstillingar
- Til að stilla aðgengi þeirra sem eiga að geta skoðað skjal í safni, farðu þá í Stillingar > Söfn og veldu safn. Smelltu því næst á aðgengisstillingar hnappinn fyrir ofan nafn safnsins.

- Í glugganum sem birtist er hægt að velja hvaða aðgengisstillingar eiga að eiga við safnið.

Aðgengi að safni eiga við það safn og öll söfn undir því safni. Þannig að ef þú takmarkar aðgengi að 'rótar' safninu, á verða öll skjöl á síðunni með sama takmarkaða aðgengi. Aðgengisstillingar annarra safna munu eingöngu eiga við það safn.
Athugasemd
Þótt að aðgengi sé takmarkað á safn, þá er aðgengið aðeins takmarkað á skjöl í safninu. Aðgengistakmarkanir eiga ekki við um myndir.